Content


Jafnréttisstefna FramAllir hafa jafnan rétt og tækifæri til þess að stunda íþróttir innan raða Knattspyrnufélagsins Fram.  Þar skulu einstaklingar metnir af eigin verðleikum óháð kynferði, kynþætti,kynhneigð, þjóðerni, uppruna, litarhætti, trúarskoðunum, efnahag eða stöðu að öðru leyti.

 • Jafnréttissjónarmiða er gætt í hvívetna í starfi Fram og hvers kyns mismunum ekki liðin.
 • Fram veitir báðum kynjum tækifæri á að æfa jafn mikið og jafn oft og gerir ekki greinarmun á karla- og kvennaflokkum við ákvörðun æfingatíma.
 • Fram gerir sömu ráðningarkröfur til þjálfara karla- og kvennaflokka og kappkostar að hafa vel menntaða og hæfa þjálfara í öllum deildum og flokkum óháð aldri og kynferði.
 • Laun þjálfara hjá Fram taka mið af reynslu þeirra og menntun en hvorki kynferði þeirra sjálfra né þeirra sem þeir þjálfa.
 • Fram leggur áherslu á að iðkendur, félagsmenn og starfsmenn hafi ekki uppi orð eða athafnir sem líta má á sem kynja- eða kynþáttamisrétti gagnvart öðrum, hvort sem um ræðir einstaklinga eða hópa innan eða utan félagsins.  Áhersla er lögð á að iðkendur og aðrir félagsmenn geri ekki athugasemdir við litarhátt, talsmáta eða annað í fari iðkenda, ættingja þeirra eða keppinauta sem skilja má sem særandi athugasemd um uppruna þeirra.

Reykjavík 7. desember  2010.« Til baka
 • Landsbanki
 • Errea
 • Sjóva
 • Sjóvá
 • Errea
 • Sportis
 • Bootcamp
 • N1
 • Coke
 • Bílaleiga Akureyrar
 • Errea
 • Nóatún

Leitarv�l