Content

27.10.2012

Stelpurnar lögðu Gróttu í N1 deild kvenna

    29-18    

 

Meistaraflokkur kvenna fékk nágranna sína af Seltjarnaesinu úr Gróttu í heimsókn. Lið Gróttu var í áttunda sæti N1 deildar kvenna fyrir þessa umferð á meðan stelpurnar okkar deildu efsta sætinu með Val.

  

Eitthvað virðist evróputörnin síðustu helgi hafa setið í stelpunum þar sem liðið var frekar mistækt í fyrri hálfleiknum. Stelpurnar náðu aldrei að hrista Gróttustelpur almennilega af sér en staðan í leikhléi var 12-9.

 

Það var meiri kraftur í stelpunum í seinni hálfleik en liðið gerði sig sekt um alltof marga sóknarfeila og gáfu Gróttu auðveld mörk til að skora. Þegar leið á seinni hálfleikinn gáfu stelpurnar  í og svo fór að þær lönduðu öruggum 11 marka sigri. Lokatölur 29-18.

 

Stelpurnar virkuðu þungar í upphafi leiks og gerðu sig seka um sjaldséða sóknarfeila en unnu sig svo vel inní leikinn og kláruðu hann með stæl.« Til baka | Senda á Facebook
 • Landsbanki
 • Errea
 • Sjóva
 • Sjóvá
 • Errea
 • Sportis
 • Bootcamp
 • N1
 • Coke
 • Bílaleiga Akureyrar
 • Errea
 • Nóatún

Leitarv�l