Content

26.10.2012

Íslandsmeistarnir lagðir í Digranesi

  24-30    

 

Eftir glæsilegan sigur á ÍR í síðustu umferð hélt meistaraflokkur karla í Digranesið og heimsótti Íslandsmeistara HK.

  

Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiks, það var eiginlega jafnt á öllum tölum en HK þó ávallt á undan að skora. Um miðjan fyrri hálfleikinn settu strákarnir í fimmta gír og náðu yfirhöndinni og keyrðu framúr Íslandsmeisturunum. Staðan í hálfleik var 12-16.

 

Síðari hálfleikur þróaðist á svipaðan hátt og sá fyrri lauk. Strákarnir spiluðu þétta vörn með Magga í stuði á bakvið og fengu í kjölfarið fullt af hraðarupphlaupum sem þeir kláruðu með stæl. Lokatölur 24-30.

 

Líkt og á móti ÍR var varnarleikurinn og markvarslan til fyrirmyndar en þó má ekki gleyma því að vel útfærð hraðarupphlaup og fjölbreyttur sóknarleikur skein af liðinu í þessum leik.

 

Markahæðstir voru:

Jóhann Gunnar Einars          7 mörk

Haraldur Þorvarðar              4 mörk

Róbert Hostert                      6 mörk

Sigurður Eggerts                   4 mörk« Til baka | Senda á Facebook
 • Landsbanki
 • Errea
 • Sjóva
 • Sjóvá
 • Errea
 • Sportis
 • Bootcamp
 • N1
 • Coke
 • Bílaleiga Akureyrar
 • Errea
 • Nóatún

Leitarv�l