Content

21.10.2012

Karakterssigur stelpnanna á liði Tertnes

    21-18   

 

Meistaraflokku rkvenna mætti liði Tertnes í seinni viðureign þessara liða í evrópukeppni félagsliða. Tertnes vann fyrri leikinn í gær örugglega og því ljóst að um bratta brekku væri að ræða fyrir stelpurnar okkar.

  

Stelpurnar okkar komu mjög ákveðnar til leiks og staðráðnar í að sýna norska liðinu að úrslit gærdagsins séu ekki raunverulegur munurinn á liðunum. Stelpurnar spiluðu mjög fasta vörn og fyrri aftan varði Guðrún Ósk eins og hamhleypa. Staðan í hálfleik var 10-6.

 

Norsku stelpurnar notuðu hálfleikinn til að ná áttum og komust aftur inn í leikinn og minnkuðu muninn í eitt mark 13-12 þegar um 20 mínútur lifðu leiks. En stelpurnar héldu áfram að berjast og létu þær norsku aldeilis hafa fyrir hlutunum. Svo fór að stelpurnar lönduðu verðskulduðum þriggja marka sigri 21-18.

 

Frábært að sjá stelpurnar stíga upp eftir darpan leik í gær og sýna hvað bjó almennilega í liðinu. Frábær vörn og markvarsla voru undirstaðan í þessum sigri, sannarlega vel gert.

 

Markahæðstar voru:

Stella Sig                                6 mörk

Elísabet Gunnars                   5 mörk

Guðrún Þóra hálfdáns          3 mörk

 « Til baka | Senda á Facebook
 • Landsbanki
 • Errea
 • Sjóva
 • Sjóvá
 • Errea
 • Sportis
 • Bootcamp
 • N1
 • Coke
 • Bílaleiga Akureyrar
 • Errea
 • Nóatún

Leitarv�l