Content

20.10.2012

Tap á móti Tertnes í fyrri leik liðanna

    21-35    

 

Meistaraflokkur kvenna lék í dag fyrri leikinn í evrópuviðureign sinni við norska liðið Tertnes. Þessi leikur var heimaleikur norska liðsins en báðir leikinir eru spilaðir hér á landi.

  

Tertnes byrjaði leikinn af krafti og eitthvað virtust stelpurnar okkar vera hikandi í sóknarleiknum sem varð til þess að norska liðið fékk auðveld mörk úr hraðarupphlaupum. Stelpurnar náðu þó aðeins að koma til baka en hálfleikstölur voru 10-15.

 

Síðari hálfleikur spilaðist svipað og sá fyrri, Tertnes voru mun ákveðnari í öllum sínum aðgerðum og refsuðu grimmilega fyrir öll sóknar- og varnarmistök sem stelpurnar okkar gerðu. Lokatölur 21-35.

 

Það var fátt sem gekk upp í dag en stelpurnar ætla sér að hefna ófarana í síðari leiknum sem fer fram á morgun kl 16.

 

Markahæðstar voru:

Elísabet Gunnars       5 mörk

Stella Sig                    5 mörk

Birna Berg                  5 mörk« Til baka | Senda á Facebook
 • Landsbanki
 • Errea
 • Sjóva
 • Sjóvá
 • Errea
 • Sportis
 • Bootcamp
 • N1
 • Coke
 • Bílaleiga Akureyrar
 • Errea
 • Nóatún

Leitarv�l