Content

19.9.2012

Handknattleiksdeild FRAM hefur samið við tvo leikmenn vegna meistaraflokks kvenna

Handknattleiksdeild FRAM hefur samið við tvo leikmenn fyrir meistaraflokk kvenna

Handknattleiksdeild FRAM hefur gengið frá samningum við tvo leikmenn fyrir meistaraflokk kvenna fyrir komandi vetur.  Þetta eru þær Guðrún Bjartmarz markmaður og Kristín Helgadóttir línumaður.

Guðrún Bjartmarz gerði eins árs samning við FRAM.  Hún er þrítug og er markmaður.  Hún þekkir vel til í Safamýrinni enda er hún uppalinn í FRAM lék þar allt til ársins 2006.  Síðustu ár hefur hún verið í Danmörku og leikið þar með liðum í neðrideildum danska handboltans.

Það er mikið gleðiefni þegar FRAM fær aftur leikmenn til baka eftir að hafa verið erlendis einhver ár.

Kristín Helgadóttir hefur gert tveggja ára samning við FRAM.  Hún er átján ára línumaður.  Hún er uppalinn í FRAM og hefur spilað stórt hlutverk í 3. flokki  undanfarin ár.  Hún hefur átt fast sæti í yngri landsliðum HSÍ.

 

Handknattleiksdeild FRAM lýsir yfir ánægju með að þessir leikmenn hafi samið við félagið.« Til baka | Senda á Facebook
 • Landsbanki
 • Errea
 • Sjóva
 • Sjóvá
 • Errea
 • Sportis
 • Bootcamp
 • N1
 • Coke
 • Bílaleiga Akureyrar
 • Errea
 • Nóatún

Leitarv�l