Content

16.9.2012

FRAM leikur heima í EHF Cup

Meistaraflokkur kvenna FRAM í handbolta leikur báða leiki sína í 2. umferð EHF Cup heima. 

Samningar hafa tekist milli Handknattleiksdeildar FRAM og Trentnes Bergen, frá Noregi, um að leikir liðanna í 2. umferð EHF Cup keppninni fari báðir fram á Íslandi.  Leikið verður helgina 20. - 21. október n.k.

Trentnes Bergen er eitt af sterkustu liðum norsku deildarinnar og endaði i 4. sæti deildarinnar síðasta vetur.  Liðið sigraði í sínum fyrsta leik í norsku deildinni nú um helgina lið Glassverket örugglega 34 - 24.

Með lið Hertnes Bergen leikur einn fyrrum leikmaður FRAM, en það er Hildigunnur Einarsdóttir, sem gekk til liðs við norska liðið frá Val í sumar.

Handknattleiksdeild FRAM er mjög ánægð með að geta boðið áhugamönnum um handknattleik upp á að sjá eitt af bestu liðum Noregs etja kappi við FRAM.« Til baka | Senda á Facebook
 • Landsbanki
 • Errea
 • Sjóva
 • Sjóvá
 • Errea
 • Sportis
 • Bootcamp
 • N1
 • Coke
 • Bílaleiga Akureyrar
 • Errea
 • Nóatún

Leitarv�l