Content

7.9.2012

Fimm leikmenn FRAM valdir í A landslið kvenna í handbolta

Fimm leikmenn FRAM valdir í A-landslið kvenna í handbolta.

 

Ágúst Jóhannsson landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna hefur valið 16 manna hóp leikmanna til að taka þátt í æfingamóti landsliðsins, sem fram fer í Tékklandi dagana 13. - 15. september n.k.

 

Um er að ræða æfingamót, þar sem auk Íslands verða Ungverjaland, Slóvakía og Tékkland þátttakendur.  Ekki er um alþjóðlega landsliðsdaga að ræða og því geta þeir landsliðsmenn sem leika með erlendum liðum ekki tekið þátt í mótinu.

 

Fimm leikmenn FRAM eru í hópnum en það eru þær:

 

Ásta Birna Gunnarsdóttir            hefur leikið 62 landsleiki og skorað í þeim 72 mörk

 

Elísabet Gunnarsdóttir                hefur leikið 53 landsleiki og skorað í þeim 65 mörk

 

Sigurbjörg Jóhannsdóttir            hefur leikið 32 landsleiki og skorað í þeim 20 mörk

 

Stella Sigurðardóttir                     hefur leikið 49 landsleiki og skorað í þeim 124 mörk

 

Sunna Jónsdóttir                            hefur leikið 21 landsleik og skorað í þeim 15 mörk

 

 

Aðrir leikmenn í landsliðshópnum koma frá Val, Stjörnunni og HK.


 

Leikið verður í Tékklandi seinni part næstu viku þannig:

Fimmtudaginn 13. september 2012, kl. 14:00     Ísland - Ungverjaland

Föstudaginn 14. september 2012, kl. 15:30          Ísland - Slóvakía

Laugardaginn 15. september 2012, kl. 10:00       Ísland - Tékkland

 « Til baka | Senda á Facebook
 • Landsbanki
 • Errea
 • Sjóva
 • Sjóvá
 • Errea
 • Sportis
 • Bootcamp
 • N1
 • Coke
 • Bílaleiga Akureyrar
 • Errea
 • Nóatún

Leitarv�l