Content

6.9.2012

Æfingaferð meistaraflokks kvenna á Blönduós

Æfingaferð meistaraflokks kvenna á Blönduós

Meistaraflokkur kvenna í handbolta dvaldi um síðustu helgi í æfingabúðum á Blönduósi.  Farið var norður á fimmtudegi og komið í bæinn sunnudegi.  Æft var tvisvar á dag ásamt því að leika æfingaleik við KAÞór sem kom vestur á Blönduós á föstudagskvöldið.   Sá leikur vannst með 10 marka mun 38 - 28 en leikið var í 75 mínútur.

Æft var í glæsilegri Íþróttamiðstöð Blönduósinga þar sem einnig er aðstaða til lyftinga svo og sundlaug, heitir pottar og gufa.  Gist var í sumarhúsum Glaðheima sem eru staðsett við tjaldstæðið á Blönduósi.

Það var tekið vel á á æfingum og lagður góður grunnur fyrir veturinn.  Milli þess var farið í mötuneyti Guðríðar og Helgu sem alltaf var opið.  Bæði þjálfarar og leikmenn voru mjög sáttir við vel heppnaða æfingahelgi.

Þökkum Róberti og öðru starfsfólki Íþróttamiðstöðvar Blöndóss fyrir góða þjónustu og einnig Lárusi hjá Glaðheimum og öðrum Blönduósingum fyrir góðar móttökur.« Til baka | Senda á Facebook
 • Landsbanki
 • Errea
 • Sjóva
 • Sjóvá
 • Errea
 • Sportis
 • Bootcamp
 • N1
 • Coke
 • Bílaleiga Akureyrar
 • Errea
 • Nóatún

Leitarv�l