Content

25.8.2012

Lokaleikir í æfingamóti FRAM og Errea

Stjarnan - HK

Fyrri leikurinn var á milli Stjörnunnar og HK.  Leikurinn var jafn allan fyrri hálfleikinn og í hálfleik leiddi HK með einu marki 11 - 12.  Fljótlega í seinni hálfleik fór HK hins vegar að síga framúr og sigraði að lokum 22 - 28, nokkuð öruggt í lokin.

Flest mörk fyrir Stjörnuna skoruðu:           Esther Ragnarsdóttir 4 mörk, Helena Örvarsdóttir 4 mörk, Sandra Sigurjónsdóttir 3 mörk og Indiana Jóhannsdóttir 3 mörk.

Flest mörk fyrir HK skoruðu:           Guðrún Erla Bjarnadóttir 5 mörk, Jóna S. Halldórsdóttir 4 mörk, Valgerður Þorsteinsdóttir 4 mörk og Nataly Valencia 4 mörk.

 

 

FRAM - Valur

Seinni leikurinn var á milli FRAM og Vals.  Um var að ræða jafnan og spennandi leik þar sem liðin skiptust á að skora og munurinn varð aldrei mikill.  Í hálfleik var FRAM yfir 12 -10.  Valur byrjaði hins vegar seinni hálfleikinn betur og náði forustu um miðjan hálfleikinn.  Það varð þó aldrei nema eins til tveggja marka munurá liðunum.  Skömmu fyrir leikslok var staðan jöfn 20 - 20 , en Valur skoraði seinasta markið og sigraði  því 20 - 21.

Flest mörk fyrir FRAM skoruðu:      Elísabet Gunnarsdóttir 7 mörk, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 5 mörk og Stella Sigurðardóttir 4 mörk.

Flest mörk fyrir Val skoruðu:          Hrafnhildur Skúladóttir 6 mörk, Dagný Skúladóttir 5 mörk, Anna Úrsula Gunnarsdóttir 5 mörk.

 

Valur er því sigurvegari á þessu fyrsta æfingamóti FRAM og Errea, sem vonandi verður framhald á á næstu árum.

 

Meistaraflokkur kvenna vill þakka öllum sem komu að mótinu, liðunum, dómurum, stjórnarmönnum handknattleiksdeildar FRAM og sérstaklega unglingaráði FRAM sem mannaði ritaraborðið allt mótið.« Til baka | Senda á Facebook
 • Landsbanki
 • Errea
 • Sjóva
 • Sjóvá
 • Errea
 • Sportis
 • Bootcamp
 • N1
 • Coke
 • Bílaleiga Akureyrar
 • Errea
 • Nóatún

Leitarv�l