Content

24.8.2012

Leikir í kvöld í æfingamóti FRAM og Errea

Í kvöld fóru fram tveir leikir í æfingamóti FRAM og Errea í handknattleik kvenna.

 

FRAM - HK

Fyrri leikur kvöldsins var á milli FRAM og HK.  HK byrjaði betur og var yfir eftir um 10 mínútur 3 - 4.  Þá vaknaði FRAM og skoraði 15 mörk gegn 1 marki HK það sem eftir lifði hálfleiks og leiddi því í hálfleik 18 - 5.

 

Í síðari hálfleik hélst munurinn svipaður og lauk leiknum með öruggum sigri FRAM 29 - 19.

 

Flest mörk fyrir FRAM skoruðu:      Stella Sigurðardóttir 8 mörk og Elísabet Gunnarsdóttir 7 mörk.

 

Fyrir HK skorðu flest mörk:  Nataly Valencia 4 mörk, Heiður Helgadóttir 3 mörk og Jóna S. Halldórsdóttir 3 mörk.

 

 

Valur - Stjarnan

Seinni leikur kvöldsins var milli Vals og Stjörnunar.  Það er skemmst frá því að segja að Valur sigraði þar örugglega 38 - 17 eftir að hafa verið yfir 18 - 8 í hálfleik.

 

Flest mörk Vals skoruðu:     Hrafnhildur Skúladóttir 9 mörk, Karólína Berenz Lárusdóttir 6 mörk, Dagný Skúladóttir 6 mörk og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6 mörk.

 

Flest mörk Stjörnunnar skoruðu:   Indiana Jóhannsdóttir 4 mörk, Hanna G. Stefánsdóttir 4 mörk og Helena Rut Örvarsdóttir 3 mörk.

 

Á morgun laugardag, verða síðustu leikir mótsins.  En þá leika kl. 11:00 HK og Stjarnan  og síðan FRAM og Valur kl. 13:00 sem verður úrslitaleikur mótsins.« Til baka | Senda á Facebook
 • Landsbanki
 • Errea
 • Sjóva
 • Sjóvá
 • Errea
 • Sportis
 • Bootcamp
 • N1
 • Coke
 • Bílaleiga Akureyrar
 • Errea
 • Nóatún

Leitarv�l