Content

24.8.2012

3 þjálfarar hjá FRAM ljúka þjálfara gráðu UEFA A

Laugardaginn 18. ágúst útskrifuðust þrír þjálfarar hjá Fram með KSÍ A þjálfaragráðu.

Þetta eru þeir Halldór Örn Þorsteinsson, yfirþjálfari og þjálfari 5. flokks drengja, Lárus Grétarsson, þjálfari 3. og 4. flokks drengja og Jóhann Ingi Jóhannsson aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla.

 
Gylfi Þór Orrason varaformaður KSÍ, Halldór Þorsteinsson, Lárus Grétarsson og Jóhann Ingi Jóhannsson í höfuðstöðvum KSÍ. Mynd JGK.

KSÍ A þjálfaragráðan eða UEFA A gráðan er hæsta gráðan sem knattspyrnuþjálfarar geta tekið hér á landi. Einungis er hægt að taka UEFA Pro gráðuna til viðbótar og er hún ætluð þjálfurum atvinnumannaliða og í efstu deild, m.a. hér á landi. Hluti af námskeiðunum sem leiddu til gráðunnar var tekinn í Englandi í byrjun febrúar sl.

 

Við óskum þeim félögum að sjálfsögðu innilega til hamingju með áfangann og þetta er einnig stór áfangi fyrir félagið að hafa ávallt þjálfara við störf með bestu mögulegu menntun.

Til hamingju drengir og sannalega til fyrirmyndar

 « Til baka | Senda á Facebook
 • Landsbanki
 • Errea
 • Sjóva
 • Sjóvá
 • Errea
 • Sportis
 • Bootcamp
 • N1
 • Coke
 • Bílaleiga Akureyrar
 • Errea
 • Nóatún

Leitarv�l