Content

13.7.2012

Sjóvá og FRAM vinna saman

Knattspyrnufélagið Fram og Sjóvá skrifuðu í dag undir áframhaldandi samstarfssamning til næstu þriggja ára, en Sjóvá hefur verið aðalstyrktaraðili FRAM frá árinu 2009.
 
Þessi samningur er líkt og sá fyrri við félagið í heild sinni og munu allir flokkar félagsins bera merki Sjóvár á búningum sínum á samningstímanum.
 
Knattspyrnufélagið Fram hefur hafið metnaðarfulla uppbyggingu íþróttastarfs í hverfum Grafarholts og Úlfarsárdals. Stuðningur Sjóvár við félagið er mikilvægur þáttur í því samfélagslega starfi sem á sér stað í uppbygginu þessara hverfa.
 
Forvarnir eru ríkur þáttur í starfsemi Sjóvár og í samstarfi félaganna er lögð sérstök áhersla á forvarnir með það markmið að tryggja öryggi iðkenda, starfsmanna og gesta.
 
Samningurinn var undirritaður á nýju svæði fram í Úlfarsárdal og hann undirrituðu Hermann Björnsson forstjóri Sjóvár og Ólafur Arnarson formaður Fram.
 
Allar nánari upplýsingar gefa: Jón Sigurðsson afreksstjóri Fram í síma 862-0308, og Sigurjón Andrésson markaðsstjóri Sjóvár í síma 844-2022.


Ólafur I Arnarson og Hermann Björnsson handsala samninginn á svæði Framara í Úlfarsárdal

Myndir: JGK« Til baka | Senda á Facebook
 • Landsbanki
 • Errea
 • Sjóva
 • Sjóvá
 • Errea
 • Sportis
 • Bootcamp
 • N1
 • Coke
 • Bílaleiga Akureyrar
 • Errea
 • Nóatún

Leitarv�l