Content

17.4.2012

Framhlaupið á sumardaginn fyrsta

Framhlaupið verður haldið á sumardaginn fyrsta.

Hægt verður að velja um tvær vegalengdir 3 og 7,6 kílómetra. Hlaupaleiðin er mjög skemmtileg þar sem farið verður að Rauðavatni og þeir sem velja lengri vegalengdina fara hringinn í kringum vatnið.

Hlaupið er opið öllum og getur hver og einn farið á sínum hraða, gengið, skokkað eða hlaupið.

Skráning hefst kl. 9:30 í Ingunnarskóla en hlaupið verður ræst kl. 10:00.

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin i karla og kvenna fokki, öll börn fá viðurkenningarskjal.

Það er skokk- og gönguhópur Fram í Grafarholti sem sér um hlaupið en hann hefur verið starfandi síðan árið 2010. Boðið er uppá fjölbreytar æfingar í yndislegu umhverfi undir leiðsögn menntaðra þjálfara.

Við hvetjum alla til þess að reima á sig skóna og mæta í Framhlaupið á sumardaginn fyrsta og mæta á æfingar hjá Skokk- og gönguhópi Fram.

Nánari upplýsingar er að finna hjá Maju Petu Hlöðversdóttur s: 696-1988 og á netinu undir www.skokkhopur.blog.is, Facebook: Skokkhópur Grafarholts, www.fram.is eða á Skrifstofu Fram í Grafarholti s: 587-8800

 

 « Til baka | Senda á Facebook
 • Landsbanki
 • Errea
 • Sjóva
 • Sjóvá
 • Errea
 • Sportis
 • Bootcamp
 • N1
 • Coke
 • Bílaleiga Akureyrar
 • Errea
 • Nóatún

Leitarv�l