Content


FRAMsvæðið í Úlfarsárdal


ATH: Þær teikningar sem vísað er til hér í textanum að neðan er hægt að skoða með því að sækja 2 PDF skjöl. Skjal 1 og Skjal 2, þar sjá mismunandi sjónarhorn á deiliskipulaginu.


FLJÓTLEGA fer mynd að koma á nýtt framtíðarfélagssvæði Fram í Úlfarsárdal í Grafarholti, sem verður hið glæsilegasta í fögru umhverfi við Úlfarsá, eins og sést hér á teikningunni. Rauðu punktarnir sýna fornminjar, gæna svæðið með gulum línum við ánna er hverfisverndarsvæði og annað grænt svæði eru opin og á þeim eru tjarnir. Framsvæðið er innan punktalínu. Svæðin, sunnan ánna, sem eru merkt Í eru íþróttavellir. Gönguleiðir eru gular, reiðleiðir gráar (mjóar), en vegir eru gráir, breiðir.
Framsvæðið, sem fer undir íþróttamannvirki, grasvelli og fleira, er um 100.000 fm og síðan til viðbótar um 10.000 fm undir bílastæði og annað, en þess má geta til gamans að allt svæðið í Safamýrinni er um 44.000 fm.
Á svæðinu er fullbúið íþróttamannvirki (rauða húsið á teikninunni) með tveimur handknattleiksvöllum og aðstæðu fyrir áhorfendur. Húsið er um 60-90% stærra en íþróttahúsið og félagsaðstaðan í Safamýri. 8 grasæfingavellir að fullri stærð verða á svæðinu (2,5 grasvellir í Safamýrinni). Þá verður á svæðinu fullbúinn keppnisvöllur - völlurinn fyrir sunnan íþróttahúsið, með áhorfendastúkum með báðum hliðum vallarins og möguleika á stúku allan hringinn. Vestan við völlinn verður fullbúinn gervigrasvöllur. Samtals verða á svæðinu 10 fullbúnir vellir í fullri stærð, en eru 3m5 vellir á í Safamýrinni.
Á framtíðarsvæði austan við íþróttahúsið er gert ráð fyrir tveimur völlum til viðbótar, annar verður í knatthúsi.
Helstu atriði varandi umfang, stærðir og framkvæmdaáætlun eru:

1. Fjölnota íþróttamannvirki Fram. Felur í sér, fjölnota íþróttahús þar sem hægt er að koma fyrir tveimur handknattleiksvöllum í fullri stærð, þversum. Með áfastri áhorfendaaðstöðu fyrir aðalleikvang og búningsklefum undir til viðbótar við aðra búningsklefa í mannvirkinu. Þrír minni íþróttasalir svo sem fyrir Taekwondoo, júdó, almenningsdeild o.s.frv. t.d. í kjallara mannvirkisins. Félags- og þjónustuaðstaða fyrir starfsfólk, þjálfara og félagsmenn ásamt samkomusal og fundaraðstöðu. Anddyri, verslun, þjónusta, áhaldageymslur, geymslur, líkamsræktarsalur, o.s.frv. Gert ráð fyrir að íþróttasalurinn verði tekinn í notkum fyrri hluta árs 2010 og fjölnota mannvirkið fullbúið seinni hluta árs 2010. Lóðin ca. 15.000 fm. að stærð.
 
2. Aðalleikvangur Fram. Fullnægir öllum kröfum leyfiskerfis KSI um mannvirki til keppni í efstu deild karla í knattspyrnu með áhorfendastúku undir sama þaki og fjölnota íþróttamannvirki og með hinni langhlið vallarsins. Við enda vallar beggja megin verði möguleiki á áhorfendastæðum í framtíðinni. Leikið á vellinum keppnistímabilið 2011.

3. Gervigrasvöllur. Fullnægja öllum þörfum skv. núverandi stöðlum varðandi grasið, fljóðljós, stærð o.s.frv. Tekið í notkun 2009.
 
4. Grassvæði við aðalleikvang. Er samtals um 12.000 fm. - rúmar tvo knattspyrnuvelli í fullri stærð. Tekið í notkun 2010.

5. Fjölnota grasæfingavöllur, sem er fyrir vestan aðalsvæðið á teikningunni. Stærð 12.680 fm - rúmlega tveir knattspyrnuvellir í fullri stærð. Tekið í notkun 2011.

6. Grasæfingavellir, suð austur að aðalsvæði á teikningunni. Samtals 29.600 fm - rúmar þrjá knattspyrnuvelli í fulltri stærð. Tekið í notkun 2010.

7. Þjónustuhús við grasæfingavelli. Áhaldageymsla, búningsklefar, þjónusta o.fl. Samtals 150 fermetrar. Tekið í notkun 2011.
 
8. Bílastæði, lóðafrágangur, trjágróður, gönguleiðir, hjólaleiðir, undirgöng, svæðið afgirt ofl. Allur frágangur kláraður í lok árs 2011, upphafi 2012 og þá verður allt svæðið fullfrágengið.

9. Knatthús o.fl. er í skipulagi svæðisins og er gert ráð fyrir framtíðar þróunarsvæði íþróttasvæðisins með knatthúsi og æfingasvæði. Stærð svæðisins um 10.000 fm., gert ráð fyrir knatthúsi ca. 6.000 fm. og æfingaaðstöðu. Tekið í notkun eftir 2012.


 « Til baka
 • Landsbanki
 • Errea
 • Sjóva
 • Sjóvá
 • Errea
 • Sportis
 • Bootcamp
 • N1
 • Coke
 • Bílaleiga Akureyrar
 • Errea
 • Nóatún

Leitarv�l