Content


Skokk- og gönguhópur Fram
 
Skokk- og gönguhópur Fram
        Grafarholti og Úlfarsárdal
         
 

 

 

Skokk- og gönguhópur Fram í Grafarholti og Úlfarsárdal er opinn öllum sem vilja stunda holla hreyfingu í góðum félagsskap, reynda sem óreynda.

Æfingar: Æfingar eru alls fjórum sinnum í viku, þ.e. þriðjudaga og fimmtudaga með þjálfara og mánudaga og laugardaga án þjálfara.  Á laugardögum eru venjulega farnar lengri vegalengdir en hina dagana, allt eftir getu, áhuga og aðstæðum. Aðrar æfingar eru um ein klukkustund.

Þjálfari: Ómar (ÍAK þjálfari) sér um æfingar og leiðbeinir þeim þátttakendum sem vilja við að skipuleggja hreyfingu sína, s.s. um útbúnað og áætlanir varðandi hlaup og/eða göngu.  Áhersla er lögð á að skipuleggja æfingar fyrir hvern og einn eftir hans getu og óskum.

Fésbókin: Hópurinn er með fésbókarsíðu (Skokkhópur Grafarholts) þar sem birtar eru fréttir af hópnum, myndir frá æfingum og upplýsingar um skipulag æfinga.

Hvar á að mæta? Allar æfingar hefjast við aðalinngang Ingunnarskóla, nema á þriðjudögum þegar æfingarnar verða hjá Fram í Safamýri. Þá er hægt að mæta beint í Safamýri kl. 18, en þeir sem vilja verða samferða niður eftir hittist við Ingunnarskóla kl. 17:40.

Kostnaður:  Vegna aðkomu Fram að starfinu er mögulegt að stilla kostnaði þátttakenda í hóf, en aðeins þarf að greiða 6.000 kr fyrir hverja fjóra mánuði.

 

Hlökkum til að sjá sem flesta
Almenningsíþróttadeild Fram

 Skokk- og gönguhópur Fram

í Grafarholti og Úlfarsárdal

Mánudagur

Þriðjudagur

Fimmtudagur

Laugardagur

17:30

Mæting við

Ingunnarskóla.

18:00

Mæting hjá Fram

í Safamýri.

 

Þeir sem vilja vera samferða, hittist við Ingunnarskóla kl. 17:40

19:00

Mæting við Ingunnarskóla.

 

9:00

Mæting við

Ingunnarskóla.

Þjálfari:  Ómar Freyr Sævarsson s: 868-0216      Facebook:  Skokkhópur Grafarholts                         www.fram.is

Skrifstofa Fram Grafarholti s: 587-8800                              Fram Safamýri s: 533-5600 « Til baka
 • Landsbanki
 • Errea
 • Sjóva
 • Sjóvá
 • Errea
 • Sportis
 • Bootcamp
 • N1
 • Coke
 • Bílaleiga Akureyrar
 • Errea
 • Nóatún

Leitarv�l